Fyrirtækið

Gæðavottuð framleiðsla yfir 50 ára reynsla

Gluggasmiðjan hefur í fjölda ára þjónustað þörfum fyritækja og einstaklinga, hefur þetta gefið af sér stóran hóp ánægðra viðskiptavina sem og fjöldan allan af fallegum húsum.

Gluggasmiðjan hefur sérhæft sig í framleiðslu á gluggum og hurðum af öllum stærðum og gerðum og úr ýmsum efnum.

Á rúmlega hálfrar aldar ferli höfum við aðlagað okkar vöru að íslenskum aðstæðum og veðurfari.

Við byggjum á reynslu, vörugæðum, öryggi og lipurri þjónustu og erum í stöðugri sókn.

Gluggasmiðjan skiptist í þrjár deildir:

Trédeild

Í trédeild eru framleiddir hefðbundnir trégluggar, útihurðir, svalahurðir, rennihurðir, bílskúrshurðir, sólstofur og
yfirbyggingar á svalir, ásamt álklæddum trégluggum (LUX-Gluggakerfið).

Áldeild

Í áldeild eru framleiddir hefðbundnir álgluggar, glerþök, álhurðir, sjálfvirkar rennihurðir, “balancehurðir”,
einangraðar iðnaðarhurðir, rennilúgur, garðrennihurðir og álinnveggir og hurðir. Vörur frá fyrirtækjum eins og
Sapa, Schuco og Monarch.

Innflutningsdeild

Innflutningsdeildin flytur meðal annars inn állista á sólstofuþök og þakglugga, Besam hringhurðir, rennihurðir,
swinghurðir og hvers konar sjálfvirkan búnað til hurðaropnunar, Renson loftunarristar, Axim hurðarpumpur,
Dr.Hahn bréfalúgur, SEBA hurðar-handföng, IPA bílskúrshurðarjárn, PVC og ál-glerlista fyrir tréglugga, ýmsa
sérdregna állista, ALUX öryggisrimlagardínur fyrir verslunarglugga, þétti- og gúmmílista í tré- og álglugga og
flugnanet fyrir glugga.

Fyrir fjölmiðla

Merki Gluggasmiðjunnar

Comments are closed.