Um Gluggasmiðjuna

Gæðavottuð framleiðsla, 65 ára reynsla

Gluggasmiðjan hefur í 65 ár þjónað fyritækjum og einstaklingum í framleiðslu og viðhaldi á gluggum og hurðum. Afraksturinn er stór hópur ánægðra viðskiptavina sem og fjöldinn allur af fallegum byggingum.Gluggasmiðjan hefur sérhæft sig í framleiðslu á gluggum og hurðum af öllum stærðum og gerðum og úr ýmsum efnum.

Á áratuga ferli höfum við aðlagað okkar vöru að íslenskum aðstæðum og veðurfari.

Við byggjum á reynslu, vörugæðum, öryggi og lipurri þjónustu og erum í stöðugri sókn.

Gluggasmiðjan skiptist í þrjár deildir:

Timburdeild

Í timburdeild eru framleiddir hefðbundnir trégluggar, útihurðir, svalahurðir, sólstofur og
yfirbyggingar á svalir, ásamt álklæddum trégluggum (LUX-Gluggakerfið).

Áldeild

Í áldeild eru framleiddir hefðbundnir álgluggar, glerþök, álhurðir, sjálfvirkar rennihurðir, “balancehurðir”,
einangraðar iðnaðarhurðir, rennilúgur, garðrennihurðir og álinniveggir og hurðir. Vörur frá fyrirtækjum eins og
Sapa og Monarch.

Innflutningsdeild

Innflutningsdeildin flytur meðal annars inn állista á sólstofuþök og þakglugga, Besam hringhurðir og hvers konar sjálfvirkan búnað til hurðaropnunar, Renson loftunarristar, bréfalúgur, ýmsa
sérdregna állista, ALUX öryggisrimlagardínur fyrir verslunarglugga og þétti- og gúmmílista í tré- og álglugga.

Fyrir fjölmiðla

 

Gluggasmidjan_logo_vef-01

Merki Gluggasmiðjunnar – á PDF

Merki Gluggasmiðjunnar litir

Comments are closed.