Skipulagsbreytingar

Til að styrkja rekstur Gluggasmiðjunnar hefur skipulagi félagsins verið breytt. Tilgangur breytinganna er að auka gæði framleiðslu Gluggasmiðjunnar og tryggja afhendingar.

_MG_4915Nýr framleiðslustjóri

Nýr framleiðslustjóri ber ábyrgð á allri framleiðslu verksmiðjunnar og ber jafnframt ábyrgð á öllum afhendingum á framleiðsluvöru.

Verkstjórar og aðrir starfsmenn verksmiðju verða undir stjórn framleiðslustjóra.

Framleiðslustjóri Gluggasmiðjunnar verður Búi Guðmundsson

_MG_4902Sölustjóri

Sölustjóri ber ábyrgð á allri verkefnaöflun fyrir verksmiðjuna og öll samskipti við viðskiptavini.

Sölumenn og tæknimenn verða undir stjórn sölustjóra.

Sölustjóri Gluggasmiðjunnar verður Gunnar Guðjónsson

Næsti yfirmaður beggja verður framkvæmdastjóri Gluggasmiðjunnar.

This entry was posted in Fréttir and tagged , , . Bookmark the permalink.

Comments are closed.