Álgluggar og hurðir
Gluggasmiðjan framleiðir hágæða álglugga frá Sapa og Monarch.
Gluggaprófílana er hægt að fá frá 35mm upp í 180mm. Fer eftir stærð glugga og kröfum um vindálag.
Kostir áls í glugga og hurðir eru margir:
- Prófílarnir eru sterkir og léttir
- Yfirburða veðrunarþol
- Einföld ísetning
- Auðvelt að fræsa, bora, beygja, sjóða og lita
- Kuldaleiðni áls er mikil en til þess að minnka hana er prófíllinn slitinn í sundur með plastefnum
Ólíkt öðrum byggingarefnum er endurvinnsla áls mjög einföld og hægt að endurvinna aftur og aftur. Þegar ál er endurunnið er notuð aðeins 5% af þeirri orku sem notuð var í upphafi.
Gluggasmiðjan framleiðir álhurðir í öllum stærðum, gerðum og litum, sem og eftir sérteikningum arkitekta.
Útihurðir eru smíðaðar úr Sapafront Thermo 74 álprófílum sem hafa mikið einangrunargildi, sterkbyggðar og með sérhönnuðu þéttigúmmí í glerlistum.
Þessar hurðir er einnig hægt að fá í eldvarnarflokki: E-30, EI-30, E-60, EI-60.
Innihurðir úr áli eru úr nettari óeinangruðum prófílum og einnig er hægt að fá þær í eldvarnakröfu E-30.
Klemmifríar hurðir
Hægt er að fá báðar hurðagerðirnar með klemmuvörnum þannig að ekki hljótist skaði af þótt fingur lendi milli stafs og hurðar. Þetta er nauðsynlegt fyrir skóla og leikskóla.
Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga 9.00-16.00
Föstudagar 9.00-15.00
Lokað um helgar.
Dugguvog 2, 2.hæð - Reykjavík
Sími: 577 5050 - Fax: 577-5051
Netfang:
gluggasmidjan@gluggasmidjan.is
Vefsíða: www.gluggasmidjan.is
Fréttir
-
Álgluggar og hurðir
(Vörur)
Gluggasmiðjan framleiðir hágæða álglugga frá Sapa og Monarch. Gluggaprófílana er hægt að fá frá 35mm upp í 180mm. Fer eftir...
-
Álklæddir timburgluggar
(Vörur)
Álklæddir timburgluggar – Lux er gluggakerfi sem er sérstakalega þróað fyrir íslenskar aðstæður. Gluggasmiðjan hefur...
-
Bæklingar
(Tækniupplýsingar)
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast bæklinga og kynningarefni fyrir vörur Gluggasmiðjunnar. Skjölin eru á PDF formi....