Álklæddir timburgluggar

Álklæddir timburgluggar – Lux er gluggakerfi sem er sérstakalega þróað fyrir íslenskar aðstæður. Gluggasmiðjan hefur framleitt LUX-kerfið í tugi ára, því er komin mjög góð reynsla á kerfið. Það geta fjölmargir viðskiptavinir okkar vitnað um. Kerfið hefur verið verið prófað af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hefur staðist allar kröfur sem gerðar eru til CE merkingar.

Gluggarnir eru úr furu með álklæðningu utan á. Kerfið er með slitinni kuldabrú, loftræst og drenað. Undirlisti er með dren- og skrúfugötum, EPDM gúmmílistar fylgja állistum til glerjunar. Yfirlisti er anodiseraður eða með innbrenndu lakki. Glerjun er þrýstiglerjun, glerjað utan frá. Opnanleg fög eru eru úr áli með slitinni kuldabrú, viðnámslömum, tvöföldum þétti-listum og læsingarjárnum.

Hægt er að velja um ýmsa liti á LUX glugganum. Algengt er að timbrið sem snýr inn sé málað hvítt í RAL 9010 og álið sé í öðrum lit. Á lager er natur ál og hvítt RAL 9010. Hægt er að sjá algengustu litina hér en einnig er hægt að sérpanta flesta liti í RAL litakerfinu.  Hér má sjá myndir af LUX gluggum í ýmsum húsum víðsvegar um landið.

Afgreiðslutími

Mánudaga til fimmtudaga 9.00-16.00
Föstudagar 9.00-15.00
Lokað um helgar.

Flex

Dugguvog 2, 2.hæð - Reykjavík
Sími: 577 5050 - Fax: 577-5051
Netfang:
gluggasmidjan@gluggasmidjan.is
Vefsíða: www.gluggasmidjan.is

Fréttir

  • Álgluggar og hurðir (Vörur)

    Gluggasmiðjan framleiðir hágæða álglugga frá Sapa og Monarch. Gluggaprófílana er hægt að fá frá 35mm upp í 180mm.  Fer eftir...

  • Álklæddir timburgluggar (Vörur)

    Álklæddir timburgluggar – Lux er gluggakerfi sem er sérstakalega þróað fyrir íslenskar aðstæður. Gluggasmiðjan hefur...

  • Bæklingar (Tækniupplýsingar)

    Hér fyrir neðan er hægt að nálgast bæklinga og kynningarefni fyrir vörur Gluggasmiðjunnar. Skjölin eru á PDF formi....

Um okkur

Gluggasmiðjan hefur í um 70 ár þjónað fyritækjum og einstaklingum í framleiðslu og viðhaldi á gluggum og hurðum. Afraksturinn er stór hópur ánægðra viðskiptavina sem og fjöldinn allur af fallegum byggingum.Gluggasmiðjan hefur sérhæft sig í framleiðslu á gluggum og hurðum af öllum stærðum og gerðum og úr ýmsum efnum Við byggjum á reynslu, vörugæðum, öryggi og lipurri þjónustu og á áratuga ferli höfum við aðlagað okkar vöru að íslenskum aðstæðum og veðurfari.

Kort

Please publish modules in offcanvas position.