Einangrunargler

Margir möguleikar eru á einangrunargleri, fer eftir því hverjar þínar kröfur eru.  Við val á gleri er mikilvægt að skoða hvernig hægt er að auka einangrunargildið án mikils aukakostnaðar.  Við mælum eindregið með að notað sé svokallað K-gler.  Það er samnefnari yfir gler sem er með filmu á innri rúðunni sem eykur einangrunargildi og hleypir síður sólargeyslum í gegnum glerið.   Til að auka einangrunargildið enn frekar er hægt að fá gler þar sem lofttegundinni Argon hefur verið dælt í á milli rúðanna.   Þegar Argon er notað eykst einangrunargildi rúðunnar um allt að 20%.  Þegar um stórar rúður er að ræða mælum við með að notað sé sólvarnargler til að minnka hitageislun frá sólinni á björtum dögum.

Gott einangrunargler lækkar hitakostnað og eykur þægindi íbúa innandyra.
Best er að U-gildið,W/m2 K, sé sem lægst því það segir til um orkutapið út um einn fermetra einangrunarglers.

Nýjustu og bestu einangrunarglerin hafa U-gildi allt niður í 1,1 W/m2 K.  Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998 skal nota einangrunargler með U-gildið 2,0 w/m² eða lægra í íbúðarhúsnæði og annað fullhitað húsnæði þar sem fólk dvelst að staðaldri.

Við kaup á einangrunargleri ætti húseigandi ávallt að bera saman einangrunargildi milli glertegunda.

Afgreiðslutími

Mánudaga til fimmtudaga 9.00-16.00
Föstudagar 9.00-15.00
Lokað um helgar.

Flex

Viðarhöfða 3 - Reykjavík
Sími: 577 5050 - Fax: 577-5051
Netfang:
gluggasmidjan@gluggasmidjan.is
Vefsíða: www.gluggasmidjan.is

Fréttir

  • Álgluggar og hurðir (Vörur)

    Gluggasmiðjan framleiðir hágæða álglugga frá Sapa og Mobarch. Gluggaprófílana er hægt að fá frá 35mm upp í 180mm.  Fer eftir...

  • Álklæddir timburgluggar (Vörur)

    Álklæddir timburgluggar – Lux er gluggakerfi sem er sérstakalega þróað fyrir íslenskar aðstæður. Gluggasmiðjan hefur...

  • Bæklingar (Tækniupplýsingar)

    Hér fyrir neðan er hægt að nálgast bæklinga og kynningarefni fyrir vörur Gluggasmiðjunnar. Skjölin eru á PDF formi....

Um okkur

Gluggasmiðjan hefur í um 70 ár þjónað fyritækjum og einstaklingum í framleiðslu og viðhaldi á gluggum og hurðum. Afraksturinn er stór hópur ánægðra viðskiptavina sem og fjöldinn allur af fallegum byggingum.Gluggasmiðjan hefur sérhæft sig í framleiðslu á gluggum og hurðum af öllum stærðum og gerðum og úr ýmsum efnum Við byggjum á reynslu, vörugæðum, öryggi og lipurri þjónustu og á áratuga ferli höfum við aðlagað okkar vöru að íslenskum aðstæðum og veðurfari.

Kort

© 2019 Flex. All Rights Reserved. Powered by Aplikko

Please publish modules in offcanvas position.