Loftristar
Loftristarnar sem Gluggasmiðjan selur koma frá belgíska fyritækinu RENSON.
Renson er leiðandi framleiðandi á loftristum í Evrópu. Loftristar eru nauðsynlegar fyrir öll fyritæki sem þurfa á góðri loftræstingu að halda, þess má geta að það eru ristar frá Gluggasmiðjunni í nokkrum skólum á íslandi og hefur gefist góð reynsla af þeim, þessir skólar eru t.d Engjaskóli í Grafarvoginum og Grunnskólinn í Mosfellsbæ.
Í skólum er ekki hægt að hafa glugga opna yfir nótt. Loftrist leysir það vandamál.
Loftristarnar eru mjög einfaldar í ísetningu. Algengast er að ristin sest ofan á glerið og fellur svo inní glerfals gluggans að ofna og í hliðunum.
Gluggasmiðjan er með ARL 90 ristina á lager fyrir 20 og 24 mm glerþykkt. Hæðin á þessari rist er 105 mm. Hægt er að velja um hvíta (RAL 9010) eða natúral ál. Sérlitir eru sérpöntun og er afgreiðslufrestur að jafnaði 6-10 vikur.
Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga 9.00-16.00
Föstudagar 9.00-15.00
Lokað um helgar.
Dugguvog 2, 2.hæð - Reykjavík
Sími: 577 5050 - Fax: 577-5051
Netfang:
gluggasmidjan@gluggasmidjan.is
Vefsíða: www.gluggasmidjan.is
Fréttir
-
Álgluggar og hurðir
(Vörur)
Gluggasmiðjan framleiðir hágæða álglugga frá Sapa og Monarch. Gluggaprófílana er hægt að fá frá 35mm upp í 180mm. Fer eftir...
-
Álklæddir timburgluggar
(Vörur)
Álklæddir timburgluggar – Lux er gluggakerfi sem er sérstakalega þróað fyrir íslenskar aðstæður. Gluggasmiðjan hefur...
-
Bæklingar
(Tækniupplýsingar)
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast bæklinga og kynningarefni fyrir vörur Gluggasmiðjunnar. Skjölin eru á PDF formi....