User Rating: 0 / 5

Star InactiveStar InactiveStar InactiveStar InactiveStar Inactive

Útihurðir afhendast allajafnan með þriggja punkta skrá og lömum, hægt er að velja um aðrar útfærslur svo sem Assa skelliskrár og rafmagnsskrár. Í staðlaðri útfærslu bjóðum við upp á stöpplalamir frá PN beslag í Danmörku og þriggja punkta skrár frá Assa. Hægt er að velja um tvær gerðir þröskulda í útihurðum. Annarsvegar hefðbundinn timburþröskuld og hinsvegar álþröskuld með drenraufum. Allar innopnandi hurðir afhendast einnig með sparkstáli neðst á hurð. Cylendrar eru ekki innifaldir í tilboðum en Gluggasmiðjan getur að sjálfsögðu útvegað þá sé þess óskað. Mahóní hurðirnar okkar er búið að yfirborðsmeðhöndla með einni umferð af Benar olíu. Mikilvægt er að bera 2-3 umferðir í viðbót af þeirri olíu eftir að búið er að setja hurðina i. Gera það svo á hverju ári eftir uppsetningu. Best er að bera olíuna á með pensli og þurrka umframefnið af með pappír. Með því heldurðu hurðinni þinni fallegri áratugum saman.

Hér má nálgast leiðbeiningablað um opnun hurða.

Hér má sjá myndir af útihurðum sem eru í boði hjá Gluggasmiðjunni.


User Rating: 0 / 5

Star InactiveStar InactiveStar InactiveStar InactiveStar Inactive

Allar svalahurðir afhendast með þriggja punkta svalahurðarskrá og lömum. Í staðlaðri útfærslu bjóðum við upp á stöpplalamir frá PN beslag í Danmörku og þriggja punkta svalahurðarskrá frá Fix. Hægt er að hafa handföng úti og inni. Algengt er að hafa einungis handföng að innanverðu á svalahurðum frá Gluggasmiðjunni en það er gert til að auka öryggi fyrir innbrotum. Hægt er að fá svalahurðarpumpur sé þess óskað.

Hér má nálgast leiðbeiningablað um opnun hurða.

Hér má sjá myndir af svala- og vængjahurðum sem eru í boði hjá Gluggasmiðjunni.


User Rating: 0 / 5

Star InactiveStar InactiveStar InactiveStar InactiveStar Inactive

Ísteyptir gluggar hafa reynst vel  við íslenskar aðstæður.  Helsti ókostur kerfisins er að það er mjög kostnaðarsamt að skipta út íssteyptum gluggum.  Það kallar á mikla múr- og málningavinnu.  Það sem gefur sig helst í timburgluggum eru glerlistar og póstar.  Oft er úthringur gluggans nokkuð heill og þarnast lítillar lagfæringar.  Gluggasmiðjan hefur hannað kerfi sem kallast „Ljóri“.  Þá eru allir póstar hreinsaðir út úr gluggarammanum og úthringur lagaður eins og þarf.  Því næst er álgluggar settir inn í gamla trégluggann.  Með þessu móti  er kerfið endurnýjað og kominn er nýr veðurhjúpur utan á gamla gluggann.  Mjög góð reynsa er af þessu kerfi og hefur þetta verið notað m.a. við gluggaendurnýjun í Oddfellowhúsinu.


User Rating: 0 / 5

Star InactiveStar InactiveStar InactiveStar InactiveStar Inactive
Neyðarþjónusta
Álhurðir og gluggar ehf.
 
Álhurðir og gluggar eru viðurkenndur þjónustuaðili Gluggasmiðjunnar og sinna viðhaldi og neyðarþjónustu allan sólarhringinn.
Sími: 694-1818
 
logo einar

 


User Rating: 0 / 5

Star InactiveStar InactiveStar InactiveStar InactiveStar Inactive

Loftristarnar sem Gluggasmiðjan selur koma frá belgíska fyritækinu RENSON.

Renson  er leiðandi framleiðandi á loftristum í Evrópu. Loftristar eru nauðsynlegar fyrir öll fyritæki sem þurfa á góðri loftræstingu að halda, þess má geta að það eru ristar frá Gluggasmiðjunni í nokkrum skólum á íslandi og hefur gefist góð reynsla af þeim, þessir skólar eru t.d Engjaskóli í Grafarvoginum og Grunnskólinn í Mosfellsbæ.

Í skólum er ekki hægt að hafa glugga opna yfir nótt.  Loftrist leysir það vandamál.

Loftristarnar eru mjög einfaldar í ísetningu.  Algengast er að ristin sest ofan á glerið og fellur svo inní glerfals gluggans að ofna og í hliðunum.

Gluggasmiðjan er með ARL 90 ristina á lager fyrir 20 og 24 mm glerþykkt.  Hæðin á þessari rist er 105 mm.  Hægt er að velja um hvíta (RAL 9010) eða natúral ál.  Sérlitir eru sérpöntun og er afgreiðslufrestur að jafnaði 6-10 vikur.


Please publish modules in offcanvas position.