PVC / Plastgluggar

Plastgluggar – notaðu tímann þinn í annað en að skrapa og mála!

Gluggasmiðjan býður hágæða PVC-u plastglugga frá Veka úr bæði 70mm og 116mm þykkum hágæðaprófílum sem eru háeinangrandi og koma með gasfylltu K-einangrunargleri en slíkt gler minnkar varmatap út um gluggana verulega umfram venjulegt K-gler og flotgler. Opnanleg fög í þessum gluggum koma með lömum sem hafa innbyggt opnunaröryggi og næturlæsingu áamt handfangi en næturlæsingin leyfir að hafa glugga læstan með lítilli opnun til loftunar.

Plastglugga þarf ekki að skrapa og mála á örfárra ára fresti og litur og áferð breytist ekki með tímanum.

Staðalliturinn á gluggunum er hvítur en mögulegt er að fá þá í fjölda viðarlita með viðaráferð og einnig í fjölda RAL lita. Einnig er í boði að hafa gluggana í lit að utan en hvíta að innan.

Nýju Veka Danline gluggarnir úr 116mm prófílnum hafa slegið í gegn og eru nánast eins og hefðbundnir timburgluggar í öllum karm og póstamálum.

Millipóstar eru með skrautfræsingu á köntum og lausafögin innfelld í karminn eins og í timburgluggum.

Einnig eru svokallaðir 70mm gripahúsagluggar orðnir mjög vinsælir í hesthús, fjós og fjárhús en þeir eru aðeins opnanlegir inn að ofan sem er mjög hentugt þar sem loftið flæðir inn með þakinu og myndar hringrás og einnig ná gripirnir síður í handfangið til þess að naga það.

Gluggarnir frá Gluggasmiðjunni eru með undir og yfirstykkin heildregin sem eykur styrk gluggans verulega. Við það að sjóða saman millipósta eins eins og sumir framleiðendur gera er járnprófíllinn sem myndar styrkinn tekinn í sundur við samskeytin sem veikir gluggann.

PVC útihurðir

Plast útihurðir – burt með lekann og stífa hurð!

Gluggasmiðjan býður meðal annars PVC-u útihurðir úr plasti sem eru gríðarlega öruggar og algjörlega vind- og vatnsþéttar vegna tvöfaldra þéttinga og 5 punkta læsinga. Í boði eru bæði 70mm og 116mm breiðir karmars. Lamirnar á hurðunum bjóða upp á mikla stillimöguleika í rammanum.

Á Íslandi eru miklar hita og rakasveiflur og veður óstöðugt. Það veldur því oft að hefðbundnar timburhurðir vilja gjarnan þrútna og skreppa saman á víxl og á endanum bjóða þær litla vörn gegn vatni og vindum.

Útihurðir frá Gluggar og Gler eru varanleg og ódýr lausn á þessum vandamálum og ekki þarf að skrapa og mála þær á nokkurra ára fresti.

Plasthurðirnar bjóða upp á ótal útfærslur í útliti og glergerðum og hægt er að fá þær í hinum ýmsu RAL-litum og viðaráferðum eins og td. eik, gulleik og mahogany.

PVC rennihurðir

Rennihurðir – hámarksopnun og lágmarkspláss!

Það er mikill kostur að geta opnað vel út í garð eða út á svalir þegar heitt er í veðri. Veka PVC-u/plast rennihurðirnar frá Gluggasmiðjunni með tilt & slide opnun eru einstaklega þéttar og öruggar. Tvöfaldar gúmmíþéttingar gera þær fullkomlega vind- og vatnsþéttar því hurðirnar eru búnar öflugum margpunkta læsingum sem þrýsta þeim í karminn. Einnig eru í boði rennihurðir með lift/slide brautum og burstaþéttingum.

Einn helsti kosturinn við rennihurðir er að opnun þeirra tekur hvorki pláss inni né úti eins og hjá öðrum hurðum, þær eru einstaklega liprar og þægilegar í notkun og setja flottan svip á heimilið.

Húsið þarf ekki að vera í byggingu til þess að koma megi fyrir rennihurð. Lítið mál er að saga niður úr gamla stofuglugganum og smella rennihurð í gatið.

Please publish modules in offcanvas position.