Timburgluggar og hurðir

Timburgluggar frá Gluggasmiðjunni eru framleiddir og hannaðir fyrir íslenskar aðstæður. Gluggarnir hafa staðist allar kröfur sem gerðar eru til CE merkingar og eru prófaðir af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hægt er að velja um tvær gerðir af gluggaprófíl. Annars vegar með skrauti og hinsvegar sléttan með rúning. Í báðum gerðum er hægt að vera með og án áfellunótar. Timburglugga frá Gluggasmiðjunni er hægt að steypa í mót og setja í eftirá. Gluggar koma staðlaðir með girðisrauf og með nót fyrir vatnsbretti. Hægt er að fá glugga boraða fyrir audiofix festingar.

Timburglugga frá Gluggasmiðjunni er annarsvegar hægt að fá yfirborðsmeðhöndlaða með glærri olíu þar sem viðurinn skín í gegn og hinsvegar málaða í lit samkvæmt RAL litakerfinu. Séu ætlunin að steypa gluggana í er algengt að viðurinn sé grunnaður í hvítum lit en ef gluggarnir eru settir í eftirá eru gluggar alla jafnan fullmálaðir. Hvítur RAL 9010 er staðlaður litur en aðra liti er hægt að sérpanta.

Glerjunarlistar eru úr timbri með fræstri rauf fyrir þéttilista. Undirlistar eru úr áli. Glerjunarlistar koma tilsniðnir.

Allar helstu teikningar má nálgast hér.

 

Opnanleg fög

Opnanleg fög koma með viðnámslömum með stillanlegu viðnámi. Hliðarhengd fög afhendast með stöplalömum. Öll opnanleg fög eru jafnframt með næturlokun. Hægt er að óska eftir barnaöryggi opnanleg fög.

Svalahurðir

Allar svalahurðir afhendast með þriggja punkta svalahurðarskrá og lömum. Í staðlaðri útfærslu bjóðum við upp á stöpplalamir frá PN beslag í Danmörku og þriggja punkta svalahurðarskrá frá Fix. Hægt er að hafa handföng úti og inni. Algengt er að hafa einungis handföng að innanverðu á svalahurðum frá Gluggasmiðjunni en það er gert til að auka öryggi fyrir innbrotum. Hægt er að fá svalahurðarpumpur sé þess óskað. Svalahurðir eru smíðaðar úr 115mm hurðaprófíl. Hægt er að velja um þrjár gerðir spjalda í hurðir fyrir utan fulningar og gler. Gluggasmiðjan býður upp á slétt spjöld, grunnrásuð spjöld og djúprásuð spjöld. Slétt spjöld eru stöðluð útfærsla en biðja þarf sérstaklega um rásir.

Útihurðir

Útihurðir afhendast allajafnan með þriggja punkta skrá og lömum, hægt er að velja um aðrar útfærslur svo sem Assa skelliskrár og rafmagnsskrár. Í staðlaðri útfærslu bjóðum við upp á stöpplalamir frá PN beslag í Danmörku og þriggja punkta skrár frá Assa. Hægt er að velja um tvær gerðir þröskulda á útopnandi útihurðum. Annarsvegar hefðbundinn timburþröskuld og hinsvegar álþröskuld með drenraufum. Allar innopnandi hurðir afhendast með 25mm álþröskuldi og dropanefi úr áli neðst á hurð. Cylendrar eru ekki innifaldir í tilboðum en Gluggasmiðjan getur að sjálfsögðu útvegað þá sé þess óskað. Mahóní hurðirnar okkar er búið að yfirborðsmeðhöndla með einni umferð af Benar olíu. Mikilvægt er að bera 2-3 umferðir í viðbót af þeirri olíu eftir að búið er að setja hurðina i. Gera það svo á hverju ári eftir uppsetningu. Best er að bera olíuna á með pensli og þurrka umframefnið af með pappír. Með því heldurðu hurðinni þinni fallegri áratugum saman. Hægt er að velja um þrjár gerðir spjalda í hurðir fyrir utan fulningar og gler. Gluggasmiðjan býður upp á slétt spjöld, grunnrásuð spjöld og djúprásuð spjöld. Slétt spjöld eru stöðluð útfærsla en biðja þarf sérstaklega um rásir.

Afgreiðslutími

Mánudaga til fimmtudaga 9.00-16.00
Föstudagar 9.00-15.00
Lokað um helgar.

Flex

Dugguvog 2, 2.hæð - Reykjavík
Sími: 577 5050 - Fax: 577-5051
Netfang:
gluggasmidjan@gluggasmidjan.is
Vefsíða: www.gluggasmidjan.is

Fréttir

  • Álgluggar og hurðir (Vörur)

    Gluggasmiðjan framleiðir hágæða álglugga frá Sapa og Monarch. Gluggaprófílana er hægt að fá frá 35mm upp í 180mm.  Fer eftir...

  • Álklæddir timburgluggar (Vörur)

    Álklæddir timburgluggar – Lux er gluggakerfi sem er sérstakalega þróað fyrir íslenskar aðstæður. Gluggasmiðjan hefur...

  • Bæklingar (Tækniupplýsingar)

    Hér fyrir neðan er hægt að nálgast bæklinga og kynningarefni fyrir vörur Gluggasmiðjunnar. Skjölin eru á PDF formi....

Um okkur

Gluggasmiðjan hefur í um 70 ár þjónað fyritækjum og einstaklingum í framleiðslu og viðhaldi á gluggum og hurðum. Afraksturinn er stór hópur ánægðra viðskiptavina sem og fjöldinn allur af fallegum byggingum.Gluggasmiðjan hefur sérhæft sig í framleiðslu á gluggum og hurðum af öllum stærðum og gerðum og úr ýmsum efnum Við byggjum á reynslu, vörugæðum, öryggi og lipurri þjónustu og á áratuga ferli höfum við aðlagað okkar vöru að íslenskum aðstæðum og veðurfari.

Kort

Please publish modules in offcanvas position.