Timburgerðir

Fura

Fura er algengasti smíðaviðurinn á markaðnum í dag. Öll fura sem notuð er við vinnslu Gluggasmiðjunnar er hægvaxta fura frá Skadinavíu. Þéttir árhringir gefa aukinn styrk og betri mótspyrnu gegn fúa. Fura er mest notuð í glugga- og hurðarkarma.

Fura límré

Furu límtré er mikið notað efni um alla Skandinavíu. Síðastliðin ár hefur límtréð verið að ryðja sér rúm á markaðnum á Íslandi með góðum árangri. Efnið er samlímt og er kvistalaust. Furu límtré hentar því sérstaklega vel í glugga, opnanleg fög og hurðir sem á að mála.

Oregon Pine

Oregon pine er smíðaviður sem er íslenskum iðnaðarmönnum vel þekktur. Um árabil voru hurðir og opnanleg fög nær einungis smíðuð úr Oregon pine. Þessi siður er þó ekki jafn algengur í nágrannalöndunum og hér á landi. Eins og nafnið gefur til kynna kemur viðurinn frá Oregon í Bandaríkjunum. Helstu eiginleikar eru að viðurinn er þéttur og frekar harður. Ekki er þó um harðvið að ræða. Oregon pine er mest notað í opnanleg fög og hurðir sem eru yfriborðsmeðhöndlað með glærri olíu.

Mahóní

Mahóní er harðviður sem kemur bæði frá Suður Ameríku og Afríku. Algengast er að hurðir séu smíðaðar úr mahóní en þó færist það í vöxt að einnig séu gluggakarmar og opnanleg fög smíðuð úr mahóní. Viðurinn hentar ekki vel undir málningu og því er ekki boðið upp á slíkt.


Comments are closed.